Nýjustu Covid-19 tölurnar – 22. mars 2021 – á þriðja hundrað í sóttkví á landinu

Á þriðja hundrað einstaklingar á Íslandi eru í sóttkví vegna þriggja einstaklingar sem greindust með Covid-19 smit í gær. Þessir einstaklingar eru tengdir fjölskylduböndum og voru þeir allir utan sóttkvíar þegar smitin greindust.

Á undanförnum dögum hafa rúmlega 20 Covid-19 smit verið greind á Íslandi og þar af voru níu smit hjá skipverjum í flutningaskipi á Austfjörðum.

Á Vesturlandi eru tveir einstaklingar í sóttkví vegna Covid-19. Einn á Akranesi og einn í Stykkishólmi.

„Sá fjöldi sem hefur greinst innanlands utan sóttkvíar síðustu daga er áhyggjuefni og samfélagslegt smit er útbreiddara en talið var á síðustu dögum. Þrír eru nú á spítala, allir ​sennilega með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir m.a. á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Eins og áður segir greindust alls fimm einstaklingar smitaðir innanlands í gær en tveir voru þegar í sóttkví. Sex greindust á laugardag, þrír voru í sóttkví.