Nýjustu Covid-19 tölurnar – 23. mars 2021

Einn einstaklingur greindist með Covid-19 innanlands í gær og sá einstaklingur var í sóttkví.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir eftir fund hans með forsvarsmönnum ríkistjórnarflokkanna í morgun.

Ekkert smit greindist á landamærunum en frá þessu er greint á vef RÚV.

Á þriðja hundrað einstaklingar á Íslandi eru í sóttkví vegna þriggja einstaklingar sem greindust með Covid-19 smit í fyrradag. Þessir einstaklingar eru tengdir fjölskylduböndum og voru þeir allir utan sóttkvíar þegar smitin greindust.

Á undanförnum dögum hafa rúmlega 20 Covid-19 smit verið greind á Íslandi og þar af voru tíu smit hjá skipverjum í flutningaskipi á Austfjörðum. Skipið kom frá Brasilíu og er talið að þar sé ferðinni afbrigði af veirunni sem hefur herjað á íbúa í Brasilíu og víðar að undanförnu.

Í gær voru tveir einstaklingar í sóttkví á Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.