Alþjóðlegur fjölmiðlarisi með umfjöllun um sjóböð við Langasand og Guðlaugu

AFP í Frakklandi, elsta alþjóðlega fréttastofa veraldar, beinir kastljósi sínu á Akranes í umfjöllun sinni um sund í köldu vatni í Evrópu.

Sjósund við Langasand á Akranesi og frábær aðstaða við Guðlaugu dregur að sér fjölmarga gesti – sem fara fögrum orðum um þann heilsuágóða sem þetta svæði gefur. Og þá sérstaklega í miðjum Covid-19 heimsfaraldri.

Eins og áður segir er þetta innslag unnið af Agence France-Presse sem var var sett á laggirnar árið 1835 í París. Gera má ráð fyrir að þessi umfjöllun AFP nái til tugmilljóna áhorfenda þegar uppi verður staðið.

Smelltu á myndina til að skoða myndbandið eða smelltu hér: