Nýjustu Covid-19 tölurnar – 24. mars – umtalsverð fjölgun smita

Alls greind­ust 17 Covid-19 smit inn­an­lands í gær og af þeim voru 11 smit meðal barna í Laug­ar­nesskóla í Reykjavík.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Ekki hafa fleiri greinst með Covid-19 smti á Íslandi á einum degi síðan 30.nóvember. Þetta virðist vera vísir að nýrri bylgju sem er keyrð áfram af hinu svokallaða breska afbrigði. Sérfræðingar telja að þetta afbrigði sé meira smitandi

Fimm smit greind­ust á landa­mær­un­um. Alls eru 75 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 á landinu öllu og rúmlega 450 einstaklingar eru í sóttkví.

Samkvæmt upplýsingum á vefnum covid.is eru 4 einstaklingar í sóttkví á Vesturlandi.