Met Benna Valtýs stendur enn – Eggert og Benjamín eigast við í getraunaáskorun 1X2

Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í tuttugustu og fjórðu viku tímabilsins. Spennan fer vaxandi með hverri vikunni sem líður. Formaður Knattspyrnufélags ÍA, Eggert Herbertsson, sýndi lipra takta um síðustu helgi þegar hann lagði Sigurð M. Sigurðsson í síðustu umferð.

Þar með lauk Sigurður keppni eftir fimm samfelldar vikur í keppninni. Benedikt Valtýsson á því enn metið og er hinn þaulreyndi bakvörður úr gullaldaraliði ÍA sá sem er efstur í þessari áskorun. Benni Valtýs náði að vera samfelt í sjö vikur í keppninni – sem er besti árangurinn í áskoruninni til þessa.

Eggert og Benjamín Jósefsson eigast við í þessari umferð. Benjamín hefur að eigin sögn ekki tippað sjálfur í mörg ár en hann hefur tekið þátt í getraunastarfi KFÍA í gegnum stóra hópinn í mörg ár. Getraunaseðill vikunnar er alþjóðlegur – þar sem að tippað er á úrslit úr deildum víðsvegar í Evrópu.

Einar Brandsson er í skipstjórinn brúnni í getraunastarfi KFÍA og segir hann að nú sé þörf á að styrkja klúbbin sinn og ekki verra ef því fylgir bónus en þessa helgina er um 100 millur fyrir 13 rétta.

Getraunastarfið hjá KFÍA verður á ný rafrænum heimi þar sem að hertar aðgerðir eru í gildi varðandi samkomuhald. Hægt er að senda inn raðir í gegnum kerfið hjá klúbbnum geta sent raðir (fyrir kl 12.00 laugardag) á Einar Brandsson ([email protected] eða á massenger á fb) og verða þær þá settar inn í kerfið.

Þeir sem tippa í gegnum Getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir. – jafntefli.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.- jafntefli.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson. – jafntefli.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir
12. Benedikt Valtýsson – Jón Gunnlaugsson.
13. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson. – jafntefli.
14. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson.
15. Viktor Elvar Viktorsson – Óskar Rafn Þorsteinsson.
16. Óskar Rafn Þorsteinsson – Smári Guðjónsson.
17. Smári Guðjónsson – Gísli Gíslason. – jafntefli.
18. Smári Guðjónsson – Gísli Gislason.
19. Smári Guðjónsson – Sigurður M. Sigurðsson.
20. Sigurður M. Sigurðsson – Magnús D. Brandsson. – jafntefli.
21. Sigurður MSigurðsson – Magnús D. Brandsson.
22. Sigurður M. Sigurðsson – Eggert Herbertsson. – jafntefli.
23. Sigurður M. Sigurðsson – Eggert Herbertsson.
24. Eggert Herbertsson – Benjamín Þorgeirsson.

Benjamín spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Benjamín spáir þannig fyrir leiki helgarinnar: