Nýjustu Covid-19 tölurnar – 13 ný smit greindust í gær

Alls greindust 13 ný Covid-19 smit á landinu í gær og tengjast þau flest smiti sem kom upp á leikskóla í Reykjavík s.l. föstudag. Þetta kemur fram á vef RÚV. Alls voru átta smit greind hjá einstaklingum utan sóttvíar. Fleiri Covid-19 smit hafa ekki greinst á einum degi frá því þann 23. mars.

Um 100 börn og 33 starfsmenn á leikskólanum Jörva eru í sóttkví.

Eins og áður segir hafa ekkifleiri smit greinst á einum degi síðan 23. mars. Þá voru smitin sextán talsins. Það þarf svo að fara allt aftur til 27. nóvember í fyrra til að finna dæmi þess að jafn mörg smit hafi greinst utan sóttkvíar, átta talsins.