Alls greindust 27 einstaklingar með Covid-19 smit á landninu í gær og voru 25 þeirra í sóttkví. Alls hafa því 40 Covid-19 smit greinst á tveimur síðustu dögum.
Hópsýking er til staðar sem tengist leikskóla í Reykjavík. Staðfest smit eru 15 á meðal starfsmanna á einum leikskóla og 7 börn.
Alls eru 97 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits og rétt um 400 eru í sóttkví. Á sjúkrahúsi eru þrír einstaklingar vegna Covid-19 veikinda.
Samkvæmt upplýsingum á covid.is er einn einstaklingur á Vesturlandi með Covid-19 smit í einangrun og alls eru 8 í sóttkví í landshlutanum.
Aðsetur | Einangrun | Sóttkví |
Höfuðborgarsvæði | 83 | 354 |
Suðurnes | 3 | 3 |
Suðurland | 7 | 11 |
Austurland | 0 | 3 |
Norðurland eystra | 0 | 0 |
Norðurland vestra | 0 | 1 |
Vestfirðir | 1 | 0 |
Vesturland | 1 | 8 |
Óstaðsett | 2 | 6 |
Útlönd | 0 | 0 |