Byggðasafnið í Görðum fær mikið hrós frá Blindrafélaginu


Byggðasafnið í Görðum Akranesi fær hrós frá Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra, á Íslandi.

Tilefnið eru breytingar sem gerðar voru á steinsteyptum tröppum í húsnæði safnsins.

Forráðamenn safnsins höfðu samband við Blindrafélagið í upphafi ársins 2021 þar sem að óskað var eftir tillögum að úrbótum með það að markmiði að bæta sjónrænt aðgengi þeir

Myndirnar segja allt sem segja þarf um breytingarnar en gulur litur var m.a. settur við brúnirnar á þrepunum – til þess að gera þær sýnilegri.

Á undanförnum misserum hefur ný grunnsýning á Byggðasafninu í Görðum verið í vinnslu. Í nýju sýningunni verður kastljósinu beint að því hvernig Akranes var sem sjávarþorp á 17. öld og til dagsins í dag sem nútímalegur kaupstaður með nærri átta þúsund íbúa. Það styttist í að þessi nýja sýning verði opnuð fyrir almenning.