Nýjustu Covid-19 tölurnar – öll smit gærdagsins utan sóttkvíar

Alls greindust 6 einstaklingar í gær með Covid-19 smit á landinu. Allir voru utan sóttkvíar þegar smitin greindust.

Alls eru 169 einstaklingar í einangrun á landinu með Covid-19 smit og um 350 eru í sóttkví.

Einstaklingum sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 veikinda hefur fjölgað en alls eru 5 á sjúkrahúsi vegna veikinda sem tengjast faraldrinum.

Á Vesturlandi eru 11 einstaklingar í sóttkví og einn einstaklingur er með Covid-19 smit í landshlutanum – samkvæmt tölum á covid.is.

AðseturEinangrunSóttkví
Höfuðborgarsvæði146174
Suðurnes39
Suðurland16147
Austurland01
Norðurland eystra04
Norðurland vestra02
Vestfirðir12
Vesturland111
Óstaðsett21
Útlönd00