Stór vika framundan í Covid-19 bólusetningu á Akranesi

Í þessari viku verður mikið um að vera í bólusetningu fyrir Covid-19 á landsvísu.

Á svæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands verða um 1500 einstaklingar bólusettir. Á Akranesi er stefnt að því að bólusetja 900 manns í þessari viku – samkvæmt upplýsingum frá HVE.

Einstaklingar sem eru 60 ára eða eldri fá boð um að fá bólusetningu í þessari viku. Einnig er unnið að því að boða einstaklinga sem eru á aldrinum 18-64 en eru með undirliggjandi sjúkdóma – en í þeim tilvikum er unnið eftir listum frá Embætti landlæknis.

Bóluefnin sem notuð verða í þessari viku koma frá Asta Zeneca og Pfizer. Í næstu viku verður bólusett í fyrsta sinn með Janssen bóluefnið í fyrsta skipti. Ekki er vitað hversu margir verða bólusettir í næstu viku en tölur þess efnis ættu að liggja fyrir í lok vikunnar.

Hér er hægt að nálgast ýmis svör við spurningum um bólefnin sem notuð eru hér á landi: