Víkingur AK landaði 2700 tonnum af kolmunna í síðustu viku

Áhöfnin á Víkingi AK landaði um 2700 tonnnum á kolmunna í Vopnarfirði í síðustu viku eftir að hafa verið að veiðum í fjóra sólarhringa.

Hjalti Einarsson var skipstjóri í þessari ferð og segir hann í viðtali á vef Brims að veiðisvæðið hafi verið syðst í færeysku lögsögunni. Skagamaðurinn Albert Sveinsson er einnig skipstjóri á Víkingi AK.

,,Við vorum að fá frá um 300 og upp í tæp 700 tonn í holi en alls voru tekin sex hol í veiðiferðinni. Byrjunin lofar því sannarlega góðu en ég minni á að vertíðin hefur oft byrjað vel en veiðin hefur svo minnkað verulega. Spurningin er bara hvernig veiðin kemur til með að þróast á næstunni,” segir Hjalti en líkt og fyrr eru margir um hituna þegar kolmunninn er annars vegar.