Feðgarnir Baldur og Ágúst „fjarvinna“ hljóð og mynd úr sveitasælunni í Hvalfirði –

Feðgarnir Baldur Ketilsson og Ágúst Helgi Baldursson eru í þeirri aðstöðu að geta sinnt störfum sínum í mögnuðu umhverfi í húsinu Leynir við Hvalfjarðarströnd. Baldur og fjölskylda hans bjuggu á Akranesi áður en þau fluttu í sveitasæluna í Hvalfirði.

Heiðar Mar Björnsson og Hlédís Sveinsdóttir settu saman þetta áhugverða viðtal við þá feðga í þættinum „Að Vestand“ sem sýndir eru sjónvarpsstöðinni N4.

Baldur starfar við tónlistarupptökur og hljóðvinnslu ýmiskonar. Ágúst Helgi starfar hjá fyrirtæki sem er staðsett í London – og kemur hann að framleiðsluferli í risastórum kvikmyndum sem framleiddar eru af fyrirtækjum í Hollywood í Bandaríkjunum.

Viðtalið er í heild sinni hér fyrir neðan.