Það styttist í að keppnistímabilið á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefjist. Fyrstu leikir ÍA á Norðurálsvellinum fara fram í byrjun maí en karlalið ÍA hefur leik á Íslandsmótinu á útivelli gegn Íslandsmeistaraliði Vals á föstudagskvöld á útivelli.
Í gær var vaskur hópur leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að setja Norðurálsvöll í keppnisbúning fyrir sumarið.
Veðrið lék við þá sem tóku þátt í þessu árlega verkefni.
Auglýsingaskiltin á Akranesvelli hafa rammað inn hinn fornfræga knattspyrnuvöll inn með áhugaverðum hætti í gegnum tíðina.
Hér má sjá stutta samantekt frá vinnutörninni frá skagafrettir.is