Leikmenn 10. flokks ÍA í körfuknattleik fögnuðu góðum sigri í gær gegn Grindavík í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Um var að ræða úrslitaleik um hvort liðið kæmist í 8-liða úrslit í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í aldursflokkum sem er að ljúka grunnskólanámi í vor.
ÍA var mun sterkari aðilinn í leiknum sem endaði með 102-52 sigri Skagamanna.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en að honum loknum skildu leiðir og ÍA sigldi framúr á stigatöflunni.
Leikurinn var bráðskemmtilegur og mörg skemmtiileg tilþrif sáust hjá þessum ungu og efnilegu leikmönnum.
Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV og er hægt að horfa á leikinn hér fyrir neðan.
Hér eru nokkrar myndir sem Jónas Ottósson tók fyrir Körfuknattleiksfélag ÍA.