Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er nú í fámennum hópi íslenskra knattspyrnukvenna sem hafa leikið 300 deildarleiki. Frá þessu er greint í frétt sem Víðir Sigurðsson skrifaði á mbl.is. Nánar hér.
Hallbera lék sinn 300. leik þegar lið hennar, AIK, mætti Djurgården í grannaslag Stokkhólmsliðana í sænsku úrvalsdeildinni. Hallbera og liðsfélagar hennar fögnuðu 2-1 sigri í þessum leik. Þar með Hallbera Guðný ein af sjö íslenskum knattspyrnukonum sem hafa leikið 300 deildarleiki – en það hefur hún gert með liðum á Íslandi, í Svíþjóð og á Ítalíu.

Hallbera leikur nú sitt átjánda tímabil í meistaraflokki en hún spilaði þó fyrsta deildaleikinn óvenjuseint, 18 ára gömul með ÍA árið 2004. Ástæðan fyrir því var sú að ÍA var ekki með meistaraflokk kvenna á árunum 2001 til 2003.
Þær sem áður hafa náð 300 deildaleikjum eru Katrín Jónsdóttir (336), Hólmfríður Magnúsdóttir (323), Sif Atladóttir (306), Sandra Sigurðardóttir (305), Guðbjörg Gunnarsdóttir (301) og Þórunn Helga Jónsdóttir (300).