ÁRÍÐANDI TILKYNNING FRÁ SLÖKKVILIÐI AKRANESS OG HVALFJARÐARSVEITAR
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hefur lýst yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.
Meðferð opins elds hefur jafnframt verið bönnuð á svæðinu frá og með deginum í dag (11.05.2021) Slökkviliðið hvetur almenning og sumarhúsaeigendur til að huga að eftirfarandi:
- Kveikja ekki eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðelda, flugelda og fleira)
- Nota ekki einnota grill sem og venjuleg grill
- Kanna flóttaleiðir við og frá sumarhúsum
- Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) gera flóttaáætlun
- Vinna ekki með verkfæri sem hitna mikið eða valdið geta neista
- Fjarlægja eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)
- Bleyta gróður í kringum hús þar sem þurrt er
Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda á: www.grodureldar.is