Kvennalið ÍA landaði frábærum 2-1 sigri í kvöld í 2. umferð Lengjudeildarinnar í knattspyrnu gegn liði Augnabliks á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Sigurinn var afar sætur þar sem að sigurmarkið kom á allra síðustu andartökum leiksins gegn sterku liði Augnabliks sem er systurlið Breiðabliks.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom liði Augnabliks yfir með góðu langskoti strax á 4. mínútu.
Þannig var staðan í hálfleik. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir ÍA með frábæru skoti á 72. mínútu. Lilja Björg Ólafsdóttir skoraði sigurmarkið og tryggði stigin þrjú með stórskemmtilegu marki í uppbótartíma.
Með sigrinum er ÍA í 5. sæti næst efstu deildar með 3 stig eftir tvær umferðir.