Sagan er öll – samþykkt að rífa húsið við Suðurgötu 108

Fasteignin sem stendur við Suðurgötu 108 á Akranesi verður rifinn og lóðinni verður úthlutað með þeim skilyrðum sem fram koma í skipulagi um Sementsreit. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Akraness.

Mannvirkið við Suðurgötu 108 hefur verið mikið til umfjöllunar á undanförnum misserum hjá nefndum og ráðum kaupstaðarins.

Húsið hefur verið í söluferli með þeim kvöðum að kaupandi muni gera húsið upp.

Í bókun bæjarráðs kemur fram að ekki hafi tekist að finna kaupanda að húsinu m.t.t. þeirra krafna sem gerðar hafa verið til hans. Ragnar B Sæmundsson lagði fram bókun þess efnis á fundinum húsið við Suðurgötu 108 verði rifið.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/05/03/orka-ehf-haettir-vid-ad-kaupa-huseignina-vid-sudurgotu-108/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/31/nokkur-tilbod-hafa-borist-i-sudurgotu-108-sem-er-i-eigu-akraneskaupstadar/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/05/24/skiptar-skodanir-i-baejarradi-um-framtid-fasteignar-vid-sudurgotu-108/