Íslandsmeistari og Verkalýðsformaður sigurvegarar á Opna Bónusmótinu

Um 90 keppendur tóku þátt á öðru opna móti tímabilsins hjá Golfklúbbnum Leyni, Opna Bónusmótinu, sem fram fór á Garðavelli laugardaginn 16. maí. Keppt var í punktakeppni með forgjöf og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skorið.

Íslandsmeistarinn í golfi 2020, Borgnesingurinn Bjarki Pétursson, lék á besta skorinu eða 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Eyjamaðurinn Lárus Garðar Long. Bjarki var með betra skor á síðari 9 holunum og endaði því í efsta sæti.

Skorkortið hjá Bjarka var skrautlegt eins og sjá má en hann lék fyrstu fimm holur vallarins á fjórum höggum yfir pari. Hann setti heldur betur í gírinn og lék síðustu 13 holurnar á 7 höggum undir pari vallar.

Í punktakeppninni sigraði Vilhjálmur Birgisson eftir afar harða keppni en þrír leikmenn voru á sama punktafjölda. Verkalýðsformaðurinn á Akranesi var með fleiri punkta á seinni 9 holunum og náði þar með efsta sætinu. Veitt voru verðlaun fyrir að vera næstu holu í upphafshöggi á par 3 holum vallarains.

  1. Vilhjálmur Birgisson, 41 punktur (betri á seinni 9)
  2. Elísabet Valdimarsdóttir, 41 punktur (betri á síðustu 6)
  3. Jón Karl Kristján Traustason, 41 punktur

Nándarmælingar:

Hola 3 – Arnar Guðmundsson 1.16 m
Hola 8 – Hjörtur Hjartarson 3,89 m.
Hola 14 – Birkir Hrafn Vilhjálmsson 2,79 m.
Hola 18 – Guðlaugur Kristinsson 2,31 m.

Öll úrslit mótsins eru hér: