ÍA og Kári fengu áhugaverða mótherja í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu. Dregið var í dag í keppninni.
ÍA fær Fram úr Reykjavík í heimsókn á Norðurálsvöllinn en Fram er sem stendur í efsta sæti Lengjudeildarinnar, næst efstu deildar.
Kári fær hið sigursælasta liða allra tíma í keppninni, KR, í heimsókn í Akraneshöllina. Leikdagar hafa ekki verið ákveðnir en leikirnir eiga að fara fram á tímabilinu 22.-24. júní.
Eins og áður segir er KR sigursælasta lið allra tíma í bikarkeppni KSÍ en liðið er með 14 titla – síðast árið 2014. Valur er næst sigursælast með 11 titla og ÍA er í þriðja sæti með 9 titla en það eru 18 ár frá því að ÍA sigraði síðast í þessari keppni (1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003
32 liða úrslit
ÍA – Fram
KF – Haukar
FH – Njarðvík
HK – Grótta
ÍR – ÍBV
KFS – Víkingur Ó.
Kári – KR
Valur – Leiknir R.
Völsungur – Leiknir F.
Keflavík – Breiðablik
Stjarnan – KA
Víkingur R. – Sindri
Fylkir – Úlfarnir
Augnablik – Fjölnir
Þór – Grindavík
Afturelding – Vestri