Tæplega 20 metra hátt fjarskiptamastur mun rísa við Garðalund

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum deiliskipuskipulagsbreytingu á skipulagi Garðalundar og Lækjarbotna, sem felst í að heimilt verði að reisa 18 metra hátt fjarskiptamastur sem staðsett verður í nágrenni við Garðalund eða Skógræktina.

Fjarskiptasamband er mjög takmarkað víða í þeim nýju hverfum sem hafa risið á undanförnum árum – og á nokkrum svæðum er nánast ekkert símasamband fyrir farsíma. Mastrinu er ætlað að bæta úr því ástandi sem er til staðar á þessu „skuggasvæðum“

Einnig var samþykkt að veita leyfi fyrir að byggja 2,1 metra háann tækjaskáp, í um 200 metra fjarlægð frá byggð við Bogalund, um 250 metra frá næstu húsum í Jörundarholti og um 170 metra frá fyrirhugaðri byggð við Skógarlund,