Breið þróunarfélag á Akranesi fékk í dag úthlutað 6 milljóna kr. styrk úr verkefninu Lóu sem styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar hér á landi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem greindi frá því hvaða verkefni fengu úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni en alls fengu 29 verkefni styrk en umsóknirnar voru um 240 alls.
Þórdís Kolbrún er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra en hún er fædd og uppalinn á Akranesi.

Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Verkefni í öllum landshlutum hljóta styrk og nemahæstu styrkir 10 milljónum króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru af margvíslegum toga og til marks um fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Sem dæmi má nefna styrk til uppbyggingar velferðartæknimiðstöðvar á Norðurlandi eystra, þróunvettvangs sjávarlíftækni í Vestmannaeyjum, nýsköpun í vinnslu skógarafurða á Austurlandi oguppbyggingu vistkerfis orkuskipta á Vestfjörðum,
„Fjöldi umsókna um styrki úr Lóu fór fram úr okkar björtustu vonum, en gefur jafnframt hátt og skýrt til kynna hversu mikil gróska er í nýsköpunarverkefnum um allt land. Það er nauðsynlegt að styðja við þennan slagkraft og það er gott að geta greint frá því að Lóa er komin til að vera næstu ár. Ég óska styrkþegum til hamingju og hlakka til að sjá verkefnin vaxa og dafna,“ segir Þórdís Kolbrún í viðtali á vef stjórnarráðsins.
Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en ákveðið var að hækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er um helming. Þetta var gert í ljósi mikillar aðsóknar, en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Matshópur fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja. Ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður matsnefndar Lóu, greindu frá styrkveitingum í beinni útsendingu í dagá vegum Nýsköpunarviku.
Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar hér á landi. Hún styður einnig við annan mikilvægan stuðning á vettvangi nýsköpunar hringinn í kringum landið, svo sem sóknaráætlun landshlutanna og byggðaáætlun.
Lóa
Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Styrkþegi | Landshluti | Heiti verkefnis | Styrkur |
---|---|---|---|
Blábankinn – Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri | Vestfirðir | Blábankinn – nýsköpun á Vestfjörðum | 7.000.000 |
True Westfjords | Vestfirðir | D-styrktur Dropi – Frá hæstu hæðum að dýpstu djúpum | 6.000.000 |
Djúpið, félag um frumkvöðlasetur | Vestfirðir | Djúpið, félag um nýsköpunarumhverfi á Vestfjörðum | 4.000.000 |
Eldey Aqua ehf | Vestfirðir | Eldey Aqua þararækt | 5.000.000 |
Háskólafélag Suðurlands ehf | Suðurland | Frumkvöðlasetur Hfsu og Atorku | 2.500.000 |
VETNIS ehf | Suðurnes | Grænt varaafl | 3.000.000 |
Capretto ehf. | Norðurland eystra | Hagnýting hugverka til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni | 4.000.000 |
Celia Lobsang Harrison | Austurland | Herðubreið – miðstöð fyrir nýsköpun á Seyðisfirði | 3.000.000 |
Eimur | Norðurland eystra | Hringrás nýsköpunar á Norðurlandi | 7.000.000 |
Taramar Seeds ehf (TMS) | Suðurnes | ICEBLU – Lífvirkar húðvörur úr örþörungum | 5.000.000 |
Green Fuel ehf. | Norðurland eystra | Kolefnisfrítt eldsneyti úr vistvænni orku | 6.000.000 |
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga | Suðurland | Landsbyggðin.is kallar | 4.000.000 |
Hacking Hekla | Allt landið | Lausnamót á landsbyggðinni | 2.000.000 |
GeoSilica Iceland ehf | Suðurnes | Möguleikar á nýtingu jarðhitakísils frá Reykjanesvirkjun | 3.000.000 |
Breið þróunarfélag ses. | Vesturland | Nýsköpunar- og samfélagsskipið AK-Breið | 6.000.000 |
Blámi, Eimur og Orkedía | Allt landið | Nýsköpunargarður: Stafrænn vettvangur fyrir nýsköpun í sjálfbærni- og orkumálum | 8.000.000 |
ALGÓ ehf | Vesturland | Sæmeti – bragðmögnuð fæðubót | 2.000.000 |
Markaðsstofa Norðurlands | Norðurland eystra | Taste North Iceland | 1.500.000 |
Hallormsstaðaskóli | Austurland | Tilraunaeldhús; uppbygging og þjónusta | 4.000.000 |
Skógarafurðir ehf | Austurland | Tæknisögunarmylla fyrir íslenskar skógarafurðir | 6.000.000 |
Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi | Norðurland vestra | Uppbygging TextílLabs og -Klasa | 9.000.000 |
Upplifunargarður Borgarnesi | Vesturland | Upplifunargarður og LazyTown studio í Borgarnesi | 3.000.000 |
Velferðartæknimiðstöðin | Norðurland eystra | Velferðartæknimiðstöð á Norðurlandi eystra (Veltek) | 10.000.000 |
Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) | Suðurland | Vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi | 10.000.000 |
Blámi | Vestfirðir | Vistkerfi orkuskipta á Vestfjörðum | 5.000.000 |
Norðursigling hf. | Norðurland eystra | Vistvænni skrúfur – lækkað kolefnisspor | 3.000.000 |
Páll Marvin Jónsson fyrir óstofnað sjálfseignarfélag | Suðurland | Ölfus Cluster, þekkingarsetur | 7.000.000 |
Yggdrasill Carbon ehf. | Austurland | Þróun og markaðssetning vottaðra kolefniseininga | 3.500.000 |
Fóðurverksmiðjan Laxá | Norðurland eystra | Þróun á lífplasti úr Cyanobakteríum | 8.000.000 |