Einn leikmaður úr röðum kvennaliðs ÍA í U-19 ára æfingahóp


Aníta Ólafsdóttir, markvörður kvennaliðs ÍA, er í u-19 ára landsliðshóp Íslands sem mun æfa á Selfossi dagana 7.-10. júní. Alls eru 22 leikmenn í hópnum og koma þeir frá 12 mismunandi félögum.

Skagamaðurinn Þórður Þórðarson valdi hópinn en þessar æfingar verða síðustu formlegu æfingar liðsins undir hans stjórn en Þórður hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins.

U19 kvenna undirbýr sig fyrir undankeppni EM 2022/23, en Ísland er í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Serbíu í fyrstu umferð. Riðillinn verður leikinn í september.

Birna Kristín Björnsdóttir | Augnablik
Hildur Lilja Ágústsdóttir | Augnablik
Írena Héðinsdóttir Gonzales | Augnablik
Þórhildur Þórhallsdóttir | Breiðablik
Sara Montoro | Fjölnir
Sara Dögg Ásþórsdóttir | Grótta
Mikaela Nótt Pétursdóttir | Haukar
Aníta Ólafsdóttir | ÍA
Helena Jónsdóttir | ÍBV
Ragna Sara Magnúsdóttir | ÍBV
Amelía Rún Fjeldsted | Keflavík
Aldís Guðlaugsdóttir | KH
Sædís Rún Heiðarsdóttir | Stjarnan
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir | Stjarnan
Alma Gui Mathiesen | Stjarnan
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir | Selfoss
Jelena Tinna Kujundzic | Þróttur R.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir | Þróttur R.
Andrea Rut Bjarnadóttir | Þróttur R.
María Catharina Ólafsdóttir Gros | Þór
Jakobína Hjörvarsdóttir | Þór
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir | Þór