Aðildarfélög ÍA fengu 24 milljónir kr. frá bandalaginu á árinu 2020


Á árinu 2020 veitti Íþróttabandalag Akraness um 14 milljónum í beina styrki til aðildarfélaga sinna. Alls eru 19 aðildarfélög undir hatti ÍA. Þetta kemur fram í árskýrslu ÍA. Uppistaða þessara styrkja er hagnaður af rekstri líkamsræktarsala í íþróttahúsunum við Jaðarsbakka og Vesturgötu.

Árskýrsla ÍA er hér.

Styrkirnir hafa farið hækkandi á undanförnum árum og bera vott um góðan rekstur hjá Íþróttabandalaginu, síðustu ár. Gert er ráð fyrir að þessir styrkir verði lægri á næsta ári vegna tekjufalls á árinu 2020.

Höfuðstóll fjármuna hjá Íþróttabandalagi Akraness hefur lækkað verulega á rekstarárinu 2020 og þykir ekki skynsamlegt að færa hann neðar sem stendur til þess að geta brugðst við og aðstoðað tímabundið félög ef á þarf að halda svo ekki skerðist þjónusta við iðkendur og fjölbreitt starf geti blómstrað.

Aðildarfélög ÍA fengu 10 milljónir í beina rekstrarstyrki frá Íþróttabandalaginu og eru þeir reiknaðir út á sama hátt og styrkir Akraneskaupstaðar til félaganna.