„Lykilatriði að skila verkefnum á réttum tíma“ – segir dúxinn úr FVA


„Ég vissi að mér hafði gengið vel í skólanum en ég bjóst ekki við að vera „Dúx“ og það kom mér skemmtilega á óvart og ég er enn að átta mig á þessu,“ segir Heba Bjarg Einarsdóttir við skagafrettir.is en hún náði bestum árangri á stúdentsprófi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi við útskriftina vorið 2021. Heba segir að það sé lykilatriði að skila verkefnum á réttum tíma og reyna að vera ekki á síðustu stundu. Hún dregur það einnig fram að það sé gott að mæta vel í tímana í skólanum til þess að ná árangri. Heba ætlar að fara í háskólanám og hún svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir skagafrettir.is

Hvaðan ertu af landinu? 
„Ég er frá Akranesi.“

Helsti kostur FVA?
„Félagslífið og fólkið í kringum mig“

Besta minningin úr FVA?
„Öll skemmtilegu böllin og svo fór ég með skólanum til Finnlands 2019 sem var ótrúlega gaman og fræðandi.“

Er það rétt að þú hafir horft á alla Game of Thrones seríuna í prófatörninni?
„Nei en ég horfði á Hobbitann.“

Hver eru áhugamál þín?
„Vera með vinum mínum, prjóna og horfa á góða þætti.“

Hvað hræðist þú mest?
„Missa fólkið í kringum mig.“

Hvaða FVA nemandi er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
„Sigga Sól.“

Hver var fyndnastur í skólanum?
„Finnbogi Rögnvalds.“

Hvað sástu síðast í bíó?
„Cruella“ 

Hvernig var þín upplifun af mötuneytinu í FVA:  
„Þríeykið í mötuneytinu er yndislegt og hafrakladdarnir geggjaðir.“

Hver er þinn helsti galli?
„Ég get stundum verið aðeins of hreinskilin.“

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
„Snapchat, Instagram og Tiktok“

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FVA?
„Ég myndi lengja opna daga, hafa það í viku og bjóðu uppá fleiri ferðir eins og nýnemaferðina.“

Hvernig fannst þér félagslífið í skólanum?
„Félagslífið í skólanum er frábært, mikið af böllum og fjölbreyttum viðburðum í boði. Leiðinlegt að missa af því þegar Covid skall á.“

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
„Ég mun  fara í háskóla en hver veit hvað framtíðin hefur í för með sér.“

Hver er best klædd/ur í FVA?
„Anna Magný.“

Dúx FVA, Heba Bjarg Einarsdóttir með 9.34 í meðaleinkunn
ásamt Steinunni Ingu skólameistara og Dröfn Viðarsdóttur, aðstoðarskólameistara

Eftirlætis:

Kennari: „Kristbjörn.“
Fag í skólanum: „Heimspeki, saga og stærðfræði.“
Sjónvarpsþættir: „Friends er alltaf í uppáhaldi en er núna smá hooked á Grey‘s Anatomy.“
Kvikmynd: „Mamma Mia.“
Hljómsveit/tónlistarmaður: „Billie Eilish.“
Leikari: „Shay Mitchell og Jennifer Aniston“
Vefsíður: „Disney+ eða Netflix.“
Flíkin: „Gráar joggingbuxur.“
Skyndibiti: „Tokyo Sushi.“
Hvaða tónlist/lag fílar þú í laumi („guilty pleasure)? „Nýja platan hennar Olivia Rodrigo, SOUR.“ 

Ættartréð:
Foreldrar  Kristín Sveinsdóttir (52 ára) Einar Viðarsson (48 ára), 
Systur mínar eru þær Elísa Björk Einarsdóttir, 23 ár og Karen Ósk Kristínardóttir, 30 ára