Bæjarráð samþykkir breytingar á opnunartíma Guðlaugar við Langasand


Breytingar verða gerðar á opnunartíma Guðlaugar við Langasand í sumar og mun breytingin gild fram til 31. ágúst á þessu ári. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs.

Breytingin felur í sér að opið verður alla virka daga frá 12-20 og um helgar verður opið frá 10-18.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að breytingin sem um ræðir á einugis við sumaropnun og er til þess gerð að einfalda opnun fyrir notendur laugarinnar og fyrir markaðskynningu. Breytingin mun samkvæmt minnisblaði skrifstofu bæjarstjóra ekki fela í sér aukin fjárútlát.

Eitt af markmiðum við þessa breytingu er að nýta tímann fram að hádegi fyrir hópa en töluvert hefur verið af heimsóknum skólahópa á undanförnum vikum.