Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021 er Vigdís Birna


Rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2021 er hin 13 ára gamla Vigdís Birna en greint var frá valinu á bæjarhátíð Akraness, Írskum dögum, sem fram fóru um liðna helgi.

Þetta er í 22. sinn sem þessi keppni fer fram en alls voru 12 sem tóku þátt.

Vigdís Birna er 13 ára og býr á Akranesi og á Hvítárvöllum í Borgarfirði – en hún fékk í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.

Helga Dís hlaut annað sæti í keppninni og Rúrik Logi það þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.

Vigdís Birna er 13 ára og býr á Akranesi og á Hvítárvöllum í Borgarfirði –
en hún fékk í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.
Helga Dís hlaut annað sæti í keppninni og hlaut hún gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.
Rúrik Logi varð í þriðja sæti og hlaut hann gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.