Elsa og Stefán Akranesmeistarar í golfi 2021


Meistaramóti Golfklúbbsins Leynis lauk í gær en Akranesmeistaramótið hófst s.l. miðvikudag á Garðavelli. Um 140 keppendur tóku og tókst mótið í alla staði vel á frábærum Garðavelli. Elsa Maren Steinarsdóttir og Stefán Orri Ólafsson fögnuðu sigri í Meistaraflokki og eru því Akranesmeistarar í golfi 2021. Keppt var í mörgum flokkum og eru úrslitin hér fyrir neðan ásamt myndum af verðlaunahöfum. Fyrst var keppt á Meistaramóti Leynis árið 1965 og var mótið í ár það 57. í röðinni.

Opinn flokkur.

Alls tóku 11 keppendur þátt en í þessum flokki eru keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á keppnisferlinum í golfíþróttinni. Magnús Óskarsson sigraði í karlaflokki en Magndís Bára Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki, María Kristín Óskarsdóttir varð önnur og Steindóra Sigríður Steinsdóttir varð þriðja.

Konur 65 ára og eldri

Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir sigraði í þessum flokki og Guðrún Kristín Guðmundsdóttir varð önnur.

Guðrún og Ingunn.

Karlar 50 ára og eldri

Alls tóku 5 keppendur þátt í flokki 50 ára og eldri í karlaflokki.
Björn Bergmann Þórhallsson sigraði og Jóhann Þór Sigurðsson varð annar, Birgir Arnar Birgisson varð þriðji.

Birgir, Jóhann og Björn.

Karlar 65 ára og eldri

Alls tóku 17 keppendur þátt í flokki 65 ára og eldri. Sigurður Grétar Davíðsson sigraði, Tryggvi Bjarnason varð annar og Matthías Þorsteinsson varð þriðj.

Sigurður Grétar.

Meistaraflokkur kvenna

Elsa Maren Steinarsdóttir er Akranesmeistari í golfi 2021 en Bára Valdís Ármannsdóttir varð önnur.

Bára og Elsa.

Meistaraflokkur karla

Alls tóku 12 keppendur þátt í Meistaraflokki karla. Stefán Orri Ólafsson er Akranesmeistari 2021 eftir harða keppni þar sem að úrslitin réðust á lokaholunni. Hróðmar Halldórsson varð annar og Hannes Marinó Ellertsson varð þriðji.

Hannes, Stefán Orri og Hróðmar.

4. flokkur karla

Alls tóku fimm keppendur þátt í 4. flokki karla. Þórir Björgvinsson sigraði en þar á eftir komu þeir Hlynur M. Sigurbjörnsson og Nói Claxton.

Þórir og Hlynur.

3. flokkur karla

Alls tóku 22 keppendur þátt í 3. flokki karla. Alex Kári Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari en þar á eftir komu þeir Jón Heiðar Sveinsson, Þórður Guðlaugsson og Óli Björgvin Jónsson. Þórður hafði betur í bráðabana um 3. sætið.

Frá vinstri: Þórður, Alex og Jón Heiðar.

2. flokkur kvenna

Alls tóku 15 keppendur þátt í 2. flokki kvenna. Helga Rún Guðmundsdóttir sigraði eftir harða keppni en Elísabet Valdimarsdóttir varð önnur og Sigríður Blumenstein varð þriðja.

2. flokkur karla

Alls tóku 25 keppendur þátt í 2. flokki karla. Vilhjálmur Birgisson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni en Einar Gíslason varð annar og Daníel Magnússon varð þriðji.

Einar, Daníel og Vilhjálmur.

1. flokkur karla

Alls tóku 18 keppendur þátt í 1. flokki karla. Sigurður Elvar Þórólfsson sigraði eftir spennandi keppni þar sem að úrslitin réðust á lokaholunni. Kári Kristvinsson varð annar og Búi Örlygsson varð þriðji.

Kári, Sigurður Elvar og Búi.

1. flokkur kvenna

Vala María Sturludóttir sigraði í 1. flokki kvenna en þar tóku 5 keppendur þátt. Arna Magnúsdóttir, móðir Völu, varð önnur og Ruth Einarsdóttir varð þriðja.

Ruth, Vala og Arna.