Sterkt jafntefli hjá ÍA gegn toppliði KR í Lengjudeild kvenna


Kvennalið ÍA í knattspyrnu var ekki langt frá því að leggja topplið KR að velli í gær í Lengjudeildinni.

Fyrir leikinn var ÍA í neðri hluta deildarinnar með 10 stig en KR á toppnum með 28 stig.

Ekkert mark var skorað í fyrru hálfleik en á 70. mínútu kom bandaríski leikmaðurinn Mckenna Akimi Davidson ÍA yfir. Lokakafli leiksins var æsispennandi. KR náði að jafna á síðustu mínútu leiksins en þar var að verki Kristín Sverrisdóttir.

Næsti leikur ÍA er gegn HK sem er í sætinu fyrir neðan ÍA – fallsæti. Leikurinn gegn KR ætti því að gefa ÍA liðinu sjálfstraust fyrir þann leik sem er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið í Lengjudeildinni.