Sylvía Þórðardóttir klifurkona úr ÍA, keppir á Norðurlandamótinu sem fram fer helgina 6.-7. ágúst.
Mótið sem er Norðurlandamót í grjótglímu fer fram í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Hún keppir í B-flokki stúlkna en þetta er í annað sinn sem keppandi frá ÍA tekur þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu.
Þetta er frumraun Sylvíu í keppni á erlendri grundu. Alls eru sjö keppendur frá Íslandi og tveir þjálfarar. Faðir Sylvíu, Þórður Sævarsson, er annar af þjálfurum landsliðsins.