Umtalsverð fjölgun Covid-19 smita á Akranesi


Umtalsverð fjölgun er á Covid 19 smitum á Vesturlandi og sérstaklega á Akranesi. Þetta kemur fram í tölfræðí sem Lögregan á Vesturlandi birti í gær. Alls eru 38 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits í landshlutanum og þar af 19 á Akranesi. Alls eru 83 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 42 á Akranesi og má gera ráð fyrir að fleiri einstaklingar verði í sóttkví á næstu dögum og vikum.

Útbreiðslan á Covid-19 hef­ur auk­ist mikið á Íslandi und­an­farið, líkt og í öðrum löndum.

Útbreiðslan er hröð, bæði meðal bólu­settra og óbólu­settra.

Bólu­setn­ing hér á landi hef­ur ekki skapað það hjarðónæmi sem von­ast var til.

Um er að ræða stærstu bylgju Covid-19 sem sést hef­ur hér á landi til þessa.