Stefán Gísli Örlygsson Íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi


Skagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson, fagnaði sigri á Íslandsmeistaramótinu í leirdúfuskotfimi, sem fram fór í Þorlákshöfn um s.l. helgi. Skotíþróttasamband Íslands var framkvæmdaraðili mótsins. Keppnisgreinin sem Stefán Gísli fagnaði sigri í heitir skeet og keppti Stefán í meistaraflokki þar sem að allir snjöllustu skotmenn landsins mættu til leiks,.

Stefán Gísli flaug í gegnum forkeppnina og var á meðal 5 stigahæstu sem kepptu til úrslita. Þegar mest á reyndi fékk Stefán 55 stig af 60 mögulegum en næstu keppendur voru með 54 stig og 43 stig.

Í ágúst fer fram stórt mót í þessari íþróttagrein þegar Landsmótið fer fram á skotsvæðinu á Akranesi dagana 21.-22. ágúst.

Stefán Gísli Örlygsson. Mynd/Guðmundur.