Karlalið ÍA komst í kvöld áfram í 8-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu eftir 1-0 sigur gegn FH á Norðurálsvellinum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark leiksins – og er þetta fyrsti sigur ÍA gegn FH í bikarkeppninni í 18 ár.
Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, átti stórleik í marki ÍA í kvöld og varði hvað eftir annað með glæsilegum hætti.
Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍA TV – og er hægt að sjá leikinn hér fyrir neðan.
Myndbandið úr búningsklefa ÍA tók Ríkharður Árnason – og gaf hann Skagafréttum góðfúslegt leyfi að birta það.