Fimm milljóna kr. munur á lægsta og hæsta tilboði í vátryggingar Akraneskaupstaðar


Alls bárust þrjú tilboð í vátryggingar fyrir Akraneskaupstað – en kaupstaðurinn óskaði eftir tilboðum fyrir tímabilið 2022-2022 fyrr í sumar.

Consello, löggild vátryggingarmiðlun og ráðgjafi aðstoðaði Akraneskaupstað við vinnslu útboðsins – en Guðmundur Ásgrímsson fyrirtækjaráðgjafi Consello sá um það verkefni.

Sjóvá, TM og Vís lögðu fram tilboð og aðeins munar um 150.000 kr. á lægsta og næst lægsta tilboðinu. Vís bauð hæsta verðið og munar rétt rúmlega 5 milljónum kr. á hæsta og lægsta tilboðinu. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að tilboðsgögnin verði rýnd nánar á næstu dögum og lokaniðurstöður verði kynntar bráðlega.

Sjóvá
27,349,149 kr.

TM
27,496,129 kr.

Vís
32,437,647 kr.