Kvennalið ÍA í knattspyrnu tekur í dag á móti HK úr Kópavogi í næst efstu deild, Lengjudeildinni. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði liðin sem eru í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni.
ÍA hafði betur gegn HK, 1-0, á útivelli þegar liðin mættust í fyrri umferðinni.
ÍA er með 14 stig í þriðja neðsta sæti eftir 15 leiki en þar fyrir neðan er HK með 12 stig og Augnablik er með 11 stig eftir 16 umferðir.
Leikurinn í dag er lokaleikur 16. umferðar.
ÍA á eftir leiki gegn liði Aftureldingar á heimavelli í næst síðustu umferð og í lokaumferðinni verða Haukar mótherjar ÍA á útivelli.