Tveir flokkar mælast með tæplega helming atkvæða í NV-kjördæmi


Morgunblaðið birti í dag niðurstöður úr skoðanakönnunum sem gerðar voru í samstarfi við MMR á síðastliðnum þremur mánuðum.

Í þessum könnunum var spurt um fylgi stjórnmálaflokka landsins fyrir Alþingiskosningarnar 2021 sem fram fara 25. september.

Niðurstöðurnar eru samanlagðar úr síðustu þremur könnunum MMR, mælt dagana 24. júní – 6. júlí, 8.-14. júlí og 18.-24. ágúst

Þingmenn eru reiknaðir með reiknivél Landskjörsstjórnar,samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana MMR, en miðað er við kjörsókn í Alþingiskosningum 2017.

Miðað við niðurstöðuna sem birt var í dag væru 8 kjörnir þingmenn frá NV-kjördæmi.

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) – Sjálfstæðisflokkur.
  • Stefán Vagn Stefánsson (B) – Framsóknarflokkur.
  • Haraldur Benediktsson (D) – Sjálfstæðisflokkur.
  • Bjarni Jónsson (V) – Vinstri hreyfingin – grænt framboð.
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B) – Framsóknarflokkur.
  • Valgarður Lyngdal Jónsson (S) – Samfylkingin.
  • Helga Thorberg (J) – Sósíalistaflokkurinn.
  • Bergþór Ólason (M) – Miðflokkurinn*
    *Jöfnunarsæti

Fylgi flokka er eftirfarandi í NV-kjördæmi

Flokkur ListabókstafurFylgi í %
SjálfstæðisflokkurinnD27,4
FramsóknarflokkurinnB20,8
Vinstri hreyfingin grænt framboðV11,6
SamfylkingS9,6
SósíalistaflokkurinnJ9,3
PíratarP6.0%
MiðflokkurinnM5,9%
Flokkur fólksinsF4,1%
ViðreisnC3,3%

SVEITARFÉLÖG Í KJÖRDÆMINU

Akraneskaupstaður
Hvalfjarðarsveit
Skorradalshreppur
Borgarbyggð
Eyja- og Miklaholtshreppur
Snæfellsbær
Grundarfjarðarbær
Helgafellssveit
Stykkishólmsbær
Dalabyggð
Reykhólahreppur
Vesturbyggð
Tálknafjarðarhreppur
Bolungarvíkurkaupstaður
Ísafjarðarbær
Súðavíkurhreppur
Árneshreppur
Kaldrananeshreppur
Strandabyggð
Húnaþing vestra
Húnavatnshreppur
Blönduósbær
Skagabyggð
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagafjörður
Akrahreppur.

Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmið og hefur 8 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti.

Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi.

Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003. Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn 10 sæti en fjöldi á kjörskrá á bak við hvern þingmann var aðeins 2.150 í kosningunum 2003 sem var meira en helmingi minna en í Suðvesturkjördæmi þar sem sami fjöldi var 4.440.

Fluttist því eitt þingsæti frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis fyrir Alþingiskosningarnar 2007 í samræmi við ákvæði í kosningalögunum.