Sveinn Arnar hefur verið ráðinn sem organisti við Víðistaðakirkju


Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri við Akraneskirkju s.l. 19 ár, hefur verið ráðinn sem nýr organisti við Víðistaðakirkju. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Víðistaðakirkju. Sveinn Arnar segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að kveðji Garða – og Saurbæjarprestakall sáttur en þó með söknuði.

Þá kveð ég Akranes. Í bili amk. Eftir nítján ára starf í Akraneskirkju, hef ég ráðið mig til starfa við Víðistaðakirkju. Það hefur verið einstaklega gott að vera á Akranesi. Akraneskirkja býður upp á frábært starfsumhverfi og þar starfar fólk sem ég tel í alla staði einstakt. Kórstarfið hefur verið blómlegt og verður það áfram. Góður kór sem er mikilvægur hlekkur í safnaðarstarfinu. Ég skil sáttur við, en þó með söknuði. Ég hlakka til að starfa í Víðistaðakirkju. Þar hefur verið tekið vel á móti mér. Hlýlegt og gott umhverfi. Takk fyrir mig.

Nánar á vef Víðistaðakirkju.