[sam_zone id=1]

Sveinn Arnar hefur verið ráðinn sem organisti við VíðistaðakirkjuSveinn Arnar Sæmundsson, organisti og kórstjóri við Akraneskirkju s.l. 19 ár, hefur verið ráðinn sem nýr organisti við Víðistaðakirkju. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Víðistaðakirkju. Sveinn Arnar segir í færslu á fésbókarsíðu sinni að kveðji Garða – og Saurbæjarprestakall sáttur en þó með söknuði.

Þá kveð ég Akranes. Í bili amk. Eftir nítján ára starf í Akraneskirkju, hef ég ráðið mig til starfa við Víðistaðakirkju. Það hefur verið einstaklega gott að vera á Akranesi. Akraneskirkja býður upp á frábært starfsumhverfi og þar starfar fólk sem ég tel í alla staði einstakt. Kórstarfið hefur verið blómlegt og verður það áfram. Góður kór sem er mikilvægur hlekkur í safnaðarstarfinu. Ég skil sáttur við, en þó með söknuði. Ég hlakka til að starfa í Víðistaðakirkju. Þar hefur verið tekið vel á móti mér. Hlýlegt og gott umhverfi. Takk fyrir mig.

Nánar á vef Víðistaðakirkju.