Hákon skoraði bæði mörk U-21 árs landsliðs Íslands í frábærum sigri – sjáðu mörkin


Hákon Arnar Haraldsson lét mikið að sér kveða í landsleik með U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu í kvöld í undankeppni EM á útivelli gegn Hvíta-Rússlandi.

Skagamaðurinn sem leikur með FCK í Kaupmannahöfn kom inná sem varamaður eftir aðeins 5 mínútur vegna meiðsla hjá Brynjólfi Andersen Willumssyni.

Hákon Arnar, sem er fæddur árið 2003, skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og hann bætti síðan við öðru marki á 54. mínútu. Heimamenn minnkuðu muninn undir lokin en úrslit leiksin urðu 2-1 fyrir Ísland.

Þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM.

Bjarki Steinn Bjarkason, fyrrum leikmaður ÍA og núverandi leikmaður ítalska úrvalsdeildarliðsins Venezia var í byrjunarliði Íslands í leiknum.

Smelltu hér til að sjá fyrra markið.

Smelltu hér til að sjá síðara markið.