Viðreisn opnar kosningaskrifstofu laugardaginn 11. september

Næstkomandi laugardag þann 11. september, milli kl. 14:00 – 17:00, verður kosningaskrifstofa Viðreisnar í Borgarnesi opnuð, en hún er staðsett við Borgarbraut 61. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Frambjóðendur kjördæmisins verða á staðnum og til í spjall en einnig mun formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín og varaformaður Daði Már mæta á svæðið.


Skrifstofan er á annarri hæð en því miður er engin lyfta í húsinu.

Við viljum koma til móts við alla kjósendur og mætum því þörfum allra. Hafið endilega samband í síma 841-1444 og við finnum saman lausn.

Það eru öll hjartanlega velkomin að koma, þiggja léttar veitingar og gleðjast með okkur.