Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson nýtti tækifærið vel þegar hann kom inn á sem varamaður hjá danska liðinu FCK um s.l. helgi.
Hann byrjaði á varamannabekknum gegn Norsjælland en hann kom inn á þegar um korter var eftir af leiknum.

Ísak Bergmann skoraði aðeins fjórum mínútum síðar og gulltryggði þar með 5-1 sigur FCK.
Þetta var leikur í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. FCK er í öðru sæti deildarinnar á eftir Midtjylland.
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg eru í fimmta sæti deildarinnar.
