Ívar Orri besti dómarinn í Pepsi Max deild karla að mati leikmanna

Leikmenn Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu völdu Skagamanninn Ívar Orra Kristjánsson sem dómara ársins í efstu deild karla. Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Verðlaunaafhendingin fór fram í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Á sama tíma var einnig tilkynngt um hvaða leikmenn voru efstir í kjörinu á besta – og efnilegasta leikmanni deildarinnar

Leikmaður ársins

Nikolaj Hansen var valinn leikmaður ársins í Pepsi Max deild karla, en hann var jafnframt langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 21 leik.

Efnilegasti leikmaður deildarinnar

Kristall Máni Ingason var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Víkings R., lék 21 leik og skoraði í þeim 3 mörk.