Sjálfkjörið í nýja bráðabirgðastjórn KSÍ – Vanda nýr formaður og Margrét í varastjórn

Aukaþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram 2. október n.k. Á þinginu verður kosið um formann og stjórn til bráðabirgða fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar 2022.

Eins og komið hefur fram áður sagði Guðni Bergsson formaður af sér nýverið og öll stjórn KSÍ sagði einnig af sér.

Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum leikmaður ÍA, verður sjálfkjörin í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða – en hún var sú eina sem bauð sig fram í embætti formanns.

Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
 • Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
 • Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
 • Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
 • Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
 • Sigfús Kárason (Reykjavík)
 • Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
 • Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)

Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
 • Margrét Ákadóttir (Akranesi)
 • Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)