Ný starfsstöð við Lækjarflóa gjörbreytir vinnuaðstöðu starfsfólks Veitna

Ný starfsstöð Veitna við Lækjarflóa á Akranesi var opnuð með formlegum hætti þann 23. september s.l.

Nýja byggingin er um 1000 fm að stærð og gjörbyltir allri vinnuaðstöðu starfsfólks á Vesturlandi en það hefur undanfarin fjögur ár unnið í skrifstofurými í gámum eftir að mygla kom upp í húsnæði þess. Frá þessu er greint á vef Veitna.

Húsið skiptist í skrifstofuhluta og verkstæðishluta. Í skrifstofuhlutanum eru skrifstofur, vinnuherbergi og fundaraðstaða auk kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn og búningsherbergja. Verkstæðishlutinn skiptist í lager og almennt verkstæði annars vegar, með snyrtingu, hleðslurými fyrir lyftara og inntaksrýmum. Hins vegar er aðstaða fyrir fráveitu til þrifs og viðgerða á búnaði, með tilheyrandi búnings-og þvottaaðstöðu. Þá er einnig tækjageymsla sem er aðgengileg utanfrá. Innangengt er á milli skrifstofuhluta og lager-og verkstæðishluta. Fráveituhluti og tækjageymsla eru einungis aðgengileg utanfrá.

Húsið er byggt úr smellin forsteyptum einingar lausnum frá BM Vallá á Akranesi og Límtrés burðarvirki ásamt yleiningum fyrir iðnaðarhluta koma frá Límtré Vírnet.

Í tilefni opnunarinnar var opið hús þar sem starfsfólki OR samstæðunnar og bæjaryfirvöldum á Akranesi gafst kostur á að skoða nýju bygginguna.