Tveir Skagamenn voru í dag valdir í A-landsliðshóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson eru í landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson þjálfari A-landsliðsins tilkynnti í dag. Arnór Sigurðsson, sem hefur verið í A-landsliðinu undanfarin misseri, er ekki í hópnum að þessu sinni.

Ísland mætir Armeníu föstudaginn 8. október og Liechtenstein mánudaginn 11. október.
Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og hefjast þeir kl. 18:45.
Armenía er í öðru sæti riðilsins með 11 stig, Ísland í því fimmta með fjögur stig og Liechtenstein í því neðsta með eitt stig.
Ísak Bergmann og Stefán Teitur leika báðir með liðum í dönsku úrvalsdeildinni. Stefán leikur með Silkeborg og Ísak Bergmann gekk nýverið í raðir FCK í Kaupmannahöfn.

Hópurinn
Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking FK
Rúnar Alex Rúnarsson – Oud-Heverlee-Leuven – 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland
Jón Guðni Fjóluson – Hammarby IF – 18 leikir, 1 mark
Ari Leifsson – Stromsgodset IF – 1 leikur
Brynjar Ingi Bjarnason – US Lecce – 6 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 23 leikir, 1 mark
Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping – 81 leikur
Guðmundur Þórarinsson – New York City FC – 9 leikir
Alfons Sampsted – FK Bodo/Glimt – 5 leikir
Birkir Már Sævarsson – Valur – 101 leikur, 3 mörk
Þórir Jóhann Helgason – US Lecce – 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – FC Köbenhavn – 7 leikir
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 101 leikur, 14 mörk
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 4 leikir
Andri Fannar Baldursson – FC Köbenhavn – 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – FC Schalke 04 – 28 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – 25 leikir, 4 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 12 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson – AGF – 10 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 81 leikur, 8 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid Castilla – 3 leikir, 1 mark
Sveinn Aron Guðjohnsen – IF Elfsborg – 4 leikir
Viðar Örn Kjartansson – Valerenga IF – 30 leikir, 4 mörk
Elías Már Ómarsson – Nimes Olympique – 9 leikir