Myndsyrpa frá undanúrslitaleik ÍA og Keflavíkur – Gísli Rakari fangaði stemninguna

Það var gríðarleg stemning á Norðurálsvellinum í dag þegar ÍA tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í karlaflokki. Gísli Laxdal Unnarsson skoraði bæði mörk ÍA í leiknum gegn Keflavík. ÍA mætir Íslandsmeistaraliði Víkings úr Reykjavík í úrslitum þann 16. október á Laugardalsvelli.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem ÍA leikur til úrslita í bikarkeppni KSÍ.

Gísli J. Guðmundsson, betur þekktur sem Gísli Rakari, var á Norðurálsvelli í dag og hér eru myndir sem hann tók.