Haukur Andri valinn í U-17 ára landslið Íslands fyrir undankeppni EM 2022

Haukur Andri Haraldsson, leikmaður ÍA, var í dag valinn í landsliðshóp sem keppir fyrir Íslands hönd með U-17 ára landsliði Íslands í undankeppni EM 2022 í knattspyrnu.

Um er að ræða fyrstu umferð en Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Georgíu og Eistlandi. Leikið er dagana 22.-28. október í Ungverjalandi. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins.

Logi Mar Hjaltested, liðsfélagi Hauks Andra hjá ÍA, var í úrtakshópnum fyrir þetta verkefni en markvörðurinn efnilegi var ekki valinn að þessu sinni.

Haukur Andri fetar þar með í fótspor foreldra sinna og bræðra – en Hákon Arnar Haraldsson er þessa dagana að leika með U-19 ára landsliði Íslands, Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur leikið með A-landsliði Íslands líkt og foreldrar þeirra bræðra, Haraldur Ingólfsson og Jónína Víglundsdóttir.

Hópurinn:

Arnar Daði Jóhannesson – Afturelding
Birkir Jakob Jónsson – Afturelding
Benoný Breki Andrésson – Bologna
Ásgeir Galdur Guðmundsson – Breiðablik
Ágúst Orri Þorsteinsson – Breiðablik
Lúkas Magni Magnason – Breiðablik
Rúrik Gunnarsson – Breiðablik
Arngrímur Bjartur Guðmundsson – FH
Baldur Kári Helgason – FH
William Cole Campbell – FH
Mikael Trausti Viðarsson – Fram
Stefán Orri Hákonarson – Fram
Heiðar Máni Hermannsson – Fylkir
Kristján Snær Frostason – HK
Haukur Andri Haraldsson – ÍA
Hákon Dagur Matthíasson – ÍR
Jóhannes Kristinn Bjarnason – Norrköping
Daníel Tristan Guðjohnsen – Real Madrid
Daníel Freyr Kristjánsson – Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson – Stjarnan