Á Sigurslóð – skemmtilegir sögumolar um bikarúrslitaleiki ÍA – 5. hluti

Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa á undanförnum dögum birt áhugaverða sögumola um úrslitaleiki ÍA í bikarkeppni karla í knattspyrnu á fésbókarsíðunni Á Sigurslóð. ÍA og Víkingar úr Reykjavík eigast við í úrslitum laugardaginn 16. október á Laugardalsvelli og er þetta í 20. sinn sem ÍA leikur til úrslita í karlaflokki í bikarkeppni KSÍ.

Hér er 5. hluti af þessari samantekt þeirra feðga.

Gulir og glaðir á fullri ferð


Nú erum við komin í sigurárin á tíunda áratug síðustu aldar. Í tvígang var liðið bikarmeistari á þessum tíma, bæði skiptin vannst tvöfalt, auk þess sem deildarbikarinn vannst einnig 1996 á fyrsta ári þeirrar keppni. ÍA liðið hafði þá unnið „tvöfalt“ í fjögur skipti og þetta var fjórtándi bikarúrslitaleikur þeirra. Eftir að þeir brutu isinn 1978 eru nú komnir sex sigrar í röð.

1993: ÍA – Keflavík

Ofan gefur gull á gull

ÍA lék gegn Keflavík 29.ágúst 1993 á Laugardalsvellinum. Það gekk mikið á í kringum þennan bikarleik því ÍA liðið var að leika á mörgum vígstöðum á þessum tíma. Liðið hafði verið að leika í Albaníu helgina fyrir bikarúrslitaleikinn og kom ekki til landsins fyrr en komið var fram í miðja vikuna. Þá tók við leikur í deildinni gegn Víking fimmtudaginn 26 águst og síðan var úrslitaleikurinn rúmum tveim sólarhringum síðar. Síðan liðu þrír sólarhringar þar til búið var að slá út albanska meistaraliðið í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í leik á Akranesvelli.

„Þeir sem hafa efast um að við ættum möguleika á að standa okkur á öllum vígstöðvum og sagt að við séum í júlíformi í mars verða greinilega að skoða sín mál sjálfir og íhuga hvað þeir hafa verið að gera með sínum liðum en ekki reyna að kasta rýrð á okkar vinnu“ sagði Guðjón Þórðarson eftir bikarsigurinn.

„Það er alltaf gaman að skora mörk og gaman að fagna þeim, en það var ekki fyrr en leikurinn var búinn að besta tilfinningin kom þegar Ijóst varð að við hefðum unnið bikarinn. Það skipti ekki máli að ég gerði sigurmarkið, bara að við skyldum sigra,“ sagði Mihajlo Bibercic, serbneski framherjinn í liði Akurnesinga, eftir bikarsigurinn gegn Keflvíkingum, 2:1

Bæði lið hefðu getað skorað meira, og úrslitin í raun getað orðið á hvorn veginn sem var. Skagamenn voru þó sterkari, þannig að sigurinn var sanngjarn. Þórður Guðjónsson skoraði hitt mark ÍA.

Stemmningin á Laugardalsvelli var frábær og áhorfendur sem voru 5.718 sköpuðu fyrirmyndarumgjörð um viðureignina og hvöttu menn sína til dáða.

1996: ÍA – ÍBV

Sanngjarnt, en umdeildur dómur skipti sköpum

ÍA lék ÍBV 25.ágúst 1966 á Laugardalsvellinum. Sanngjarn sigur , en umdeildur dómur skipti sköpum þegar ÍA urðu bikarmeistarar með 2:1 sigri. Gott veður og frábær stemmning var á leiknum. Sigur ÍA var verðskuldaður og fögnuðurinn í lokin ósvikinn. En að öðru leyti var ekki mikill glæsibragur á frammistöðu liðanna.

Ekki verður spurt að því þegar frá líður hvernig leikurinn hafi verið, heldur hvort liðið hampaði bikarnum. í leik sem þessum er sigur það eina sem skiptir máli. Ólafur Þórðarson og Haraldur Ingólfsson skoruðu mörk ÍA.

„Ég hitti boltann ágætlega. Það var bara bölvaður klaufaskapur að gera ekki fleiri mörk,“ sagði Ólafur Þðrðarson, fyrirliði ÍA og besti maður liðsins a sunnudaginn, kampakátur eftir sigurinn.

„Það er alltaf jafngaman að vera í bikarúrslitum, og auðvitað er sérstaklega gaman að vinna,“ bætti hann við. Áhorfendur á leiknum voru 5.200.