Spennandi dagskrá á HEIMA-SKAGA hátíðinni 2021 – miðasala á Tix.is

Það verður mikið um að vera á tónlistarhátíðinni HEIMA-SKAGI 2021 sem fram fer í annað sinn laugardaginn 6. nóvember.

Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson eru drifkraftarnir í þessari framkvæmd – líkt og áður.

Á hátíðinni í ár verða átta tónlistarmenn/hljómsveitir sem bjóða upp á sextán tónleika í átta vel völdum húsum.

Þú býrð til þína eigin dagskrá og ferð og sérð það sem þú vilt meðan húsrúm leyfir.

Svo er eftirpartý fyrir hátíðargesi á Gamla Kaupfélagið sem ætlar líka að bjóða upp á sérstakan HEIMA-SKAGA matseðil áður en fjörið hefst.

Miðasala á www. tix.is: