Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – 29. okt. 2021

Það eru 15 einstaklingar á Akranesi með Covid-19 smit og 18 eru í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Á Vesturlandi eru alls 49 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og þar af 25 í Búðardal. Tæplega 100 eru í sóttkví í landshlutanum.

Ekkert smit er til staðar í tveimur þéttbýliskjörnum á Vesturlandi.