Mæðrastyrksnefnd leitar að stuðningi og hentugu húsnæði fyrir jólaúthlutunina

Mæðrastyrksnefnd á Akranesi fær tæplega hálfa milljón kr. frá Akraneskaupstað í styrk vegna komandi jólaúthlutunar. Bæjarráð Akraness samþykkti tillögu þess efnis á síðasta fundi ráðsins.

Jólaúthlutun mæðrastyrksnefndar fer fram um miðjan desember.

Í greinargerð frá mæðrastyrksnefnd kemur fram að 106 fjölskyldur hafi fenginð aðstoð á Akranesi, Hvalfjarðarsveit og í Borgarbyggð.

Söfnun nefndarinnar og stuðningur úr nærsamfélaginu fyrir ári síðan var það mikill að hægt var að úthluta úr sjóði nefndarinn fram á vorið 2021 og einnig í ágústmánuði 2021.

Mæðrastyrksnefnd hefur ekki yfir húsnæði að ráða til þess að taka á móti matvörum og óskar ráðið eftir aðstoð frá Akraneskaupstað við að leysa það verkefni.

Hér fyrir neðan má sjá greinargerð frá mæðrastyrksnefndinni vegna umsóknar um styrk frá Akraneskaupstað.

Mæðrastyrksnefnd er byrjuð að safna fjármagni fyrir jólaúthlun 2021 og er hægt að styðja við verkefnið með því að leggja inn á eftirfarandi reikningsnúmer.

Reikningsnúmer: 552-14-402048
Kennitala: 411276-0829